Jólarásin LIVE


Við höfum leyfi
Jólarásin er send út með leyfi STEF og SFH. Stöðinn sendir út 24/7 til kl.18:00 31.des.
Dagskráin í dag

Jólatónlist 24/7

Jóla­verk­stæði fyr­ir jóla­sveina

Í Nor­ræna hús­inu fyr­ir jól­in verður ým­is­legt áhuga­vert hægt að gera með börn­un­um. Vist­væn jól er yf­ir­skrift jól­anna að þessu sinni og hef­ur m.a. verið sett upp jóla­verk­stæði í versl­un Nor­ræna húss­ins þar sem jóla­svein­ar geta keypt plast­laust dót í skó­inn, frá og með 22. nóv­em­ber til 20. des­em­ber.

Þann 2. des­em­ber verður síðan lands­mönn­um boðið upp á glæsi­leg­an vist­væn­an jóla­markað þar sem hægt verður að kaupa um­hverf­i­s­væn­ar vör­ur fyr­ir jól­in og í jólapakk­ann í Nor­ræna hús­inu.

Fjöl­skyld­an get­ur síðan farið sam­an á nám­skeið í end­urunnu föndri 8. des­em­ber þar sem Mál­fríður Finn­boga­dótt­ir kenn­ir m.a. hvernig hægt er að breyta gam­alli bók í fal­legt jóla­skraut. Aðgang­ur er ókeyp­is á nám­skeiðið og er ætlaður öll­um ald­urs­hóp­um frá 7 ára, há­mark 50 pláss.

Leave a Reply

Við styðjum Jólarásina

FM sendar

Höfuðborgarsvæðið.
Akureyri
Ísafjörður
Akranes
Egilstaðir
Reykjanesbær