Jólarásin LIVE


Við höfum leyfi
Jólarásin er send út með leyfi STEF og SFH. Stöðinn sendir út 24/7 til kl.18:00 31.des.
Dagskráin í dag

Jólatónlist 24/7

Osló­ar­tréð fellt í Heiðmörk

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formaður borg­ar­ráðs, felldi Osló­ar­tréð á skóg­rækt­ar­svæði Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur í Heiðmörk í gærmorg­un. Þór­dís Lóa klædd­ist viðeig­andi ör­ygg­is­búnaði og fékk verk­færi til verks­ins og naut liðsinn­is starfs­manna Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Tréð verður sett upp á Aust­ur­velli og jóla­ljós­in tendruð á trénu þann 2. des­em­ber. Osló­ar­borg hef­ur aðkomu að viðburðinum.

Áfram Fylkir?
Áfram Fylk­ir? mbl.is/​Eggert

„Þetta var mjög gam­an. Mér finnst þetta sér­stak­lega gam­an því ég var í ung­linga­vinn­unni og setti niður tré í Heiðmörk,“ seg­ir Þór­dís Lóa.

Vel gekk að fella tréð og eft­ir mæl­ing­ar var ljóst að það var 14,5 metra langt sitka­greni­tré sem er um það bil 50 ára gam­alt.

Þórdís Lóa og Þorsteinn Tómasson sem situr í stjórn Skógræktarfélags ...
Þór­dís Lóa og Þor­steinn Tóm­as­son sem sit­ur í stjórn Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.mbl.is/​Eggert

Við hús fé­lags Norðmanna á Íslandi að Thor­geirs­stöðum var búið að koma upp varðeldi og boðið upp á ketilkaffi, kakó, saft, vín­ar­brauð og kök­ur. Norski sendi­herr­ann, Hilde Svart­dal Lunde, bauð upp á norskt kon­fekt.

Vel gekk að fella tréð.
Vel gekk að fella tréð. mbl.is/​Eggert

Reykja­vík­ur­borg fær­ir Þórs­hafn­ar­bú­um tré að gjöf. Tréð var fellt fyrr í mánuðinum og er komið í skip. Það kem­ur til með að prýða Ting­hús­völl­inn í miðborg Þórs­hafn­ar. Líf Magneu­dótt­ir for­seti borg­ar­stjórn­ar mun tendra tréð í Þórs­höfn laug­ar­dag­inn 1. des­em­ber. Full­trú­ar Fær­eyja voru viðstadd­ir fell­ing­una í Heiðmörk í morg­un.

Við hús félags Norðmanna á Íslandi að Thorgeirsstöðum var búið ...
Við hús fé­lags Norðmanna á Íslandi að Thor­geirs­stöðum var búið að koma upp varðeldi og þar var hitað ketilkaffi. mbl.is/​Eggert

Leave a Reply

Við styðjum Jólarásina

FM sendar

Höfuðborgarsvæðið.
Akureyri
Ísafjörður
Akranes
Egilstaðir
Reykjanesbær