Jólarásin LIVE


Við höfum leyfi
Jólarásin er send út með leyfi STEF og SFH. Stöðinn sendir út 24/7 til kl.18:00 31.des.
Dagskráin í dag

Jólatónlist 24/7

Eng­inn fór í jóla­kött­inn í dag

Þeir sem óku hjá Lækj­ar­torgi fyrr í dag hafa að lík­um haldið að þar væru mætt börn sem ekki munu fá flík­ur fyr­ir jól­in til að mæta ör­lög­um sín­um snemma, enda var þar fyr­ir mætt­ur um fimm metra hár jóla­kött­ur og skari af for­vitn­um krökk­um. Sem bet­ur fer fyr­ir börn­in var ein­ung­is um að ræða jóla­skreyt­ingu, en ekki sjálf­an jóla­kött­inn, og varð börn­un­um það ljóst þegar tendrað var á þeim 6.500 LED-ljós­um sem prýða kött­inn.

Þrátt fyr­ir að hinn raun­veru­legi jóla­kött­ur hafi ekki mætt með tóm­an maga á svæðið mættu eig­end­urn­ir og for­eldr­ar sjálfra jóla­svein­anna, Grýla og Leppalúði, til að heilsa upp á börn­in.

6.500 LED-ljós prýða jólaköttinn.
6.500 LED-ljós prýða jóla­kött­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hjón­in sem öll börn hræðast sungu

Hjón­in hafa löng­um verið þekkt fyr­ir skap­gerð sína. Leppalúði sem lands­ins mesta leti­blóð og Grýla fyr­ir heift og reiði, þá sér­stak­lega í sam­skipt­um við sam­býl­is­menn sína. Lík­lega má um kenna ára­langri ein­angr­un frá manna­byggðum því hjóna­korn­in voru að eig­in sögn mjög ánægð með þá virðingu sem fjöl­skyld­unni væri veitt­ur, og tóku nokk­ur lög í til­efni dags­ins.

Grýla og Leppalúði léku á alls oddi á Lækjartorgi í ...
Grýla og Leppalúði léku á alls oddi á Lækj­ar­torgi í dag. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Á eft­ir hjón­un­um fríðu söng barnakór­inn Graduale Fut­uri nokk­ur jóla­lög og í kjöl­farið hélt Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, stutta ræðu. Eft­ir ræðu var svo komið að niðurtaln­ingu að tendr­un ljós­anna, sem Dóra, Grýla og Leppalúði, sáu um í sam­ein­ingu.

Hönn­un jólakatt­ar­ins, sem er um fimm metr­ar á hæð og sex metr­ar á breidd, er sam­starf Reykja­vík­ur­borg­ar, mk-illum­inati­on í Aust­ur­ríki og fyr­ir­tæk­is­ins Garðlist.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, hélt stutta ræðu í tilefni ...
Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, hélt stutta ræðu í til­efni dags­ins.mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Þrátt fyrir að mánuður sé til jóla voru söngvararnir í ...
Þrátt fyr­ir að mánuður sé til jóla voru söngv­ar­arn­ir í Graduale Fut­uri með jóla­lög­in á reiðum hönd­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Leave a Reply

Við styðjum Jólarásina

FM sendar

Höfuðborgarsvæðið.
Akureyri
Ísafjörður
Akranes
Egilstaðir
Reykjanesbær