PostHeaderIcon Mel­ania Trump er búin að jóla­skreyta

Mel­ania Trump og starfs­fólk henn­ar eru búin að skreyta Hvíta húsið fyr­ir jól­in. Talið er að yfir 25 þúsund manns muni heim­sækja húsið meðan á jóla­vertíðinni stend­ur. Því er eins gott að for­setafrú­in sé klár í slag­inn.

Fyrstu jóla­skreyt­ing­ar Trump voru óður til fortíðar­inn­ar en hefðir voru þema skreyt­ing­anna í ár en jól hafa verið hald­in hátíðleg í hús­inu í yfir 200 ár. 

Skreyt­ing­arn­ar í Hvíta hús­inu eru eng­ar venju­leg­ar heim­il­is­skreyt­ing­ar en fjöl­mörg jóla­tré með gervisnjó er að finna í hús­inu. Skreyt­ing­arn­ar bera keim af kulda og minna helst á kalda vetr­arnótt. Hvít trjá­göng í austurálmu húss­ins eru íburðar­mik­il og æv­in­týra­leg.

Hvít trjágöng í Hvíta húsinu.
Hvít trjá­göng í Hvíta hús­inu. mbl.is/​AFP

Greni­trén eru síðan hlý­leg­ar skreytt í ákveðnum her­bergj­um. Grænt og gyllt jóla­skraut er á trénu sem stend­ur í græna her­berg­inu og rautt skraut er fyr­ir­ferðar­mikið á trénu í rauða her­berg­inu.

For­setafrú­in birti mynd­band af skreyt­ing­un­um á In­sta­gram-síðu sinni og má þar meðal ann­ars sjá hvítt pip­ar­köku­hús í líki Hvíta húss­ins.

Jólatrén eru mörg.
Jóla­trén eru mörg. mbl.is/​AFP
Sum trén eru í skreytt með hlýjum litum.
Sum trén eru í skreytt með hlýj­um lit­um. mbl.is/​AFP
Vetrarkuldinn skín af skreytingunum.
Vetr­arkuld­inn skín af skreyt­ing­un­um. mbl.is/​AFP
Jólakransar fóru utan á húsið.
Jólakr­ans­ar fóru utan á húsið. mbl.is/​AFP

Leave a Reply

Jólarásin LIVE
Könnun Dagsins

Við styðjum Jólarásina

Something is wrong.
Instagram token error.
Við styðjum Jólarásina

Dagskráin í dag 07.12

21:00 – 23:00 Íslensk tónlist

Við styðjum Jólarásina

Snapchat

Follow Jólarásin on Snapchat!

Við höfum leyfi
Jólarásin er send út með leyfi STEF og SFH. Stöðinn sendir út 24/7 til kl.18:00 31.des.

Það stittist i jòlin.....nòg að gera à jòlaràsinni

#jolin Jolarasin.is með jólatónlistina í gangi á https://t.co/LKJLMvUB98