PostHeaderIcon Piparkökuhús uppskrift Leppaluda

ar-311199970Nú er að líða að jólum og ekki margir daga eftir og aðventan er á næsta leiti.

Alltaf er gaman að gera piparkökur en stundum vill maður fara aðeins stærra í þetta þannig að piparkökuhús er alltaf skemmtilegt að gera þá öll fjölskyldan saman…

Ég hendi einni uppskrift hér inn og væri gaman að fá myndir sendar þegar þið hafið gert ykkar hús:)

3 dl sýróp
800 g
sykur
500 g smjör
1 msk. engifer
2 msk. negull
2 msk. kanill
1 egg
1.800 g hveiti
1 tsk. natron

Hnoðið allt saman og kælið í ísskáp í 3­4 klukkustundir. Fletjið út deigið og þykktin á að vera um hálfur centimetri. Stækkið teikningarnar tvisvar til þrisvar eða eftir vild.

Skerið út eftir teikningum og merkið í deigið fyrir bjálkum í veggi og þakplötum. Bakið á bökunarpappír við 175 C í um það bil 12­16 mín eða þar til fullbakað.

Skerið út glugga og hurðir að vild og bakið líka. Hurðina má hafa opna upp á hálfa gátt og síðan eru þetta gluggahlerar sem geta skreytt húsið. Milliloftið þarf að ná út fyrir húsið sjálft þannig að hægt sé með góðu móti að gera svalir. Tröppur getur hver og einn gert með því að búa til renning úr deiginu. Þrepin eru svo teiknuð á með sprautuðu súkkulaði.Hliðar hússins eru settar saman með tertuhjúp.

Glassúrinn sem notaður er í snjó er búinn til úr tveimur eggjahvítum og 200­400 g af flórsykri. Eftir að búið er að laga glassúrinn verður að stífþeyta hann.

Handriði er sprautað á bökunarpappír. Í það er notaður súkkulaðihjúpur. Þegar handriðið er síðan fest við húsið er Súkkulaðihjúpurinn líka notaður til þess.

Í lokin sé húsið skreytt með því að gera grýlukerti og svo er flórsykri sigtað yfir í lokin.

Leave a Reply

Jólarásin LIVE
Könnun Dagsins

Við styðjum Jólarásina

Something is wrong. Response takes too long or there is JS error. Press Ctrl+Shift+J or Cmd+Shift+J on a Mac.
Við styðjum Jóarásina
Dagsskráin í dag 21.11

08:00-10:00 Tónlist
10:00-12:00 Leppalæuði (E)
12:00-13:00 Íslensk Jólalög
13:00-16:00 Tónlist
16:00-18:00 Jólablandan
18:00-21:00 tónlist
21:00-24:00 Leppalúði LIVE
00:00-10:00 Næturdagskrá

Við styðjum Jóarásina
Snapchat

Follow Jólarásin on Snapchat!

Við höfum leifi
Jólarásinn er send út með leyfi STEF og SFH. Stöðinn sendir út 24/7 til 6.Janúar 2018.