Hlusta hér Beint/Live
Könnun Dagsins

Karamellukökur að hætti Lepalúða :)

007Jólabaksturinn er rétt handan við hornið og því er kjörið að taka smáforskot á sæluna. Þessar kökur má samt baka hvar og hvenær sem er, það þarf ekki að binda þær við jólatímann. Mér finnst gott að fá mér smákökur af og til, enda tekur enga stund að henda í eina uppskrift.

250 gr. smjör
250 gr. púðursykur
340 gr. hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1 tesk. matarsódi
2 Egg
1 tesk. vanilludropar
300 gr. karamellukurl (2 pokar)

Setjið allt hráefnið nema karamellukurlið í hrærivélarskál og hrærið saman. Þegar allt hefur blandast vel er karamellukurlinu hrært saman við. Setjið með teskeið á pappírsklædda bökunarplötu og bakið við 175° í 10 mínútur.

Leave a Reply

Við styðjum Jólarásina
workinghand-heimasida
FM sendar

Höfuðborgarsvæðið.
Akureyri
Ísafjörður
Akranes
Egilstaðir
Reykjanesbær

Jólarásin LIVE
Það er smá bylun hjá okkur með spilaran hér á síðunni okkar en við erum að laga það en þið notið bara vef spylaran hér að neðan...