Jólarásin LIVE


Við höfum leyfi
Jólarásin er send út með leyfi STEF og SFH. Stöðinn sendir út 24/7 til kl.18:00 31.des.
Dagskráin í dag

Jólatónlist 24/7

Archive for the ‘Jóla Fréttir’ Category

Mel­ania Trump er búin að jóla­skreyta

Mel­ania Trump og starfs­fólk henn­ar eru búin að skreyta Hvíta húsið fyr­ir jól­in. Talið er að yfir 25 þúsund manns muni heim­sækja húsið meðan á jóla­vertíðinni stend­ur. Því er eins gott að for­setafrú­in sé klár í slag­inn.

Fyrstu jóla­skreyt­ing­ar Trump voru óður til fortíðar­inn­ar en hefðir voru þema skreyt­ing­anna í ár en jól hafa verið hald­in hátíðleg í hús­inu í yfir 200 ár.  Read the rest of this entry »

Aðventan: Laufabrauðsgerðin ómissandi

Laufabrauðsgerðin ómissandi Salka Sól Eyfeld söngkona „Aðalhefðin hjá mér fyrir jólin og það sem mér finnst líka skemmtilegast að gera með fjölskyldunni í desember er árleg laufabrauðsgerð,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld. Hún segir laufabrauðsgerð með fjölskyldunni vera ómissandi aðventuhefð en fyrir jól hittist um tuttugu fjölskyldumeðlimir og komi sér í hátíðarskap við laufabrauðsgerðina. „Frændfólk mitt kemur að norðan og við gerum laufabrauð í massavís og soðið brauð líka,“ segir hún. Laufabrauðið er skorið eftir kúnstarinnar reglum. „Við skerum laufabrauðið bæði með hjóli og handgert. Ég geri aldrei með hjóli, bara handgert og framleiði þess vegna ekki mikið,“ segir hún hlæjandi. „Svo er þessu deilt niður á alla og fólk borðar á jólunum.“ Read the rest of this entry »

Blönduós-lögg­an í jóla­skapi

Biggi lögga er greini­lega ekki eina lögg­an á land­inu sem kann á sam­fé­lags­miðla því lög­regl­an á Blönduósi sendi frá sér sér­staka jóla­kveðju á YouTu­be í dag. Read the rest of this entry »

Fallegustu jólahúsin í Árborg verðlaunuð

Eitt af jólahúsunum í Árborg, húsið við Urðarmóa 15 á Selfossi, sem er glæsilega skreytt eins og sjá má.Þrjú jólahús og eitt fyrirtæki í Sveitarfélaginu Árborg voru verðlaunuð í dag fyrir að vera fallegustu jólahúsin í jólaskreytingasamkeppni sveitarfélagsins í samvinnu við nokkur fyrirtæki í bæjarfélaginu.

Best skreytta fyrirtækið er Karl. R. Guðmundsson, Austurvegi 11 á Selfossi en það er úra, gjafa og skartgripaverslun. Read the rest of this entry »