Jólarásin LIVE


Við höfum leyfi
Jólarásin er send út með leyfi STEF og SFH. Stöðinn sendir út 24/7 til kl.18:00 31.des.
Dagskráin í dag

Jólatónlist 24/7

Archive for the ‘Jóla Fréttir’ Category

Eng­inn fór í jóla­kött­inn í dag

Þeir sem óku hjá Lækj­ar­torgi fyrr í dag hafa að lík­um haldið að þar væru mætt börn sem ekki munu fá flík­ur fyr­ir jól­in til að mæta ör­lög­um sín­um snemma, enda var þar fyr­ir mætt­ur um fimm metra hár jóla­kött­ur og skari af for­vitn­um krökk­um. Sem bet­ur fer fyr­ir börn­in var ein­ung­is um að ræða jóla­skreyt­ingu, en ekki sjálf­an jóla­kött­inn, og varð börn­un­um það ljóst þegar tendrað var á þeim 6.500 LED-ljós­um sem prýða kött­inn.

Þrátt fyr­ir að hinn raun­veru­legi jóla­kött­ur hafi ekki mætt með tóm­an maga á svæðið mættu eig­end­urn­ir og for­eldr­ar sjálfra jóla­svein­anna, Grýla og Leppalúði, til að heilsa upp á börn­in. Read the rest of this entry »

Komst loks á topplistann eftir 23ja ára bið

Flestir kannast við lagið All I Want for Christmas Is You með söngkonunni Mariuh Carey og er lagið órjúfanlegur partur af jólahaldinu í hugum margra. Það kemur því einhverjum eflaust á óvart að lagið var í fyrsta sinn í ár að ná inn í efstu tíu sætin á vinsældarlistanum Billboard Hot 100. Read the rest of this entry »

Góðar líkur á hvítum jólum

Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun.

„Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við jolasveininn. Read the rest of this entry »

Tendrað á jóla­tré Kópa­vogs­bæj­ar

Tendrað var á jóla­tré Kópa­vogs­bæj­ar á aðventu­hátíð Kópa­vogs sem hald­in var í dag. Fjöl­menni var á úti­skemmt­un þar sem Skóla­hljóm­sveit Kópa­vogs lék, Mar­grét Friðriks­dótt­ir for­seti bæj­ar­stjórn­ar flutti ávarp og tendraði á trénu, Villi og Sveppi skemmtu og jóla­svein­ar stýrðu dansi í kring­um jóla­tré. Read the rest of this entry »

Við styðjum Jólarásina

FM sendar

Höfuðborgarsvæðið.
Akureyri
Ísafjörður
Akranes
Egilstaðir
Reykjanesbær